Skilmálar

Vöruskil

Viðskiptavinir eiga rétt á að skila vörum sem keyptar eru innan 14 daga frá afhendingu. Skilaréttur rennur út eftir 14 daga.

Hafðu samband við Skugga Hárgreiðslustofu símleiðis eða með tölvupósti og við aðstoðum þig með skil eða skipti á vörunni.

Við endurgreiðum þá upphæð sem greidd var á skuggihar.is þegar varan hefur skilað sér til okkar og við höfum gengið úr skugga um að hún sé óskemmd. Skuggi tekur ekki ábyrgð á þeim vörum sem eru í skilum fyrr en þær hafa borist til okkar.

Einnig er hægt að skila vörum í verslun okkar að Ingólfsstræti 8, 101 Reykjavík.

Athugið: Umbúðir vörur sem skilað er þurfa að vera í góðu ástandi, óskemmdar og ónotaðar. nema um sé að ræða gallaða vöru.

Persónulegar upplýsingar

Allar persónulegar upplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsvæði skuggihar.is verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga eins og þær eru á hverjum tíma.

Skuggihar.is hefur hins vegar leyfi til að nýta eftirfarandi upplýsingar til markaðsrannsókna sem væntanlega leiða til betri þjónustu við kaupendur. Jafnframt áskilur seljandi sér rétt til að nýta þessar upplýsingar með samstarfsaðilum sínum í þeim tilgangi að bæta og til að bjóða fjölbreyttari þjónustu. Upplýsingar verða aftur á móti aldrei seldar eða gefnar þriðja aðila.

Kaupandi hefur rétt til að fá að sjá þær upplýsingar sem herrafataverslun.is hefur um hann. Hafi kaupandi eitthvað út á þær að setja hefur hann rétt til að fá þær leiðréttar eða afmáðar án kostnaðar.

Tölvupóstur og viðhengi hans sem starfsfólk skuggihar.is sendir gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupóstinum, skal fara eftir 2. mgr. 44. gr. laga nr.107/1999 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.

Verð á vefsvæði skuggihar.is  eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Skuggihar.is áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Skuggabúð mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

Ábyrgð skuggihar.is hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

Heimsendingarþjónusta.

Við bjóðum upp á heimsendingu hvert á land sem er. 

Eftirfarandi sendingarmátar eru í boði:

  • Sækja í búð - Frítt
  • Pakki heim - 1000kr
  • Frí heimsending fyrir 7000kr eða meira 

Viðskiptavinur fær sendan tölvupóst þegar greiðsla hefur verið staðfest. Annar tölvupóstur er síðan sendur sem staðfesting þegar pöntunin hefur verið afgreidd.

Ef kemur á daginn að varan sem keypt hefur verið er ekki til sökum villu í birgðakerfi þá munum við hafa samband og endurgreiða vöruna eða skipta henni í aðra vöru, eftir því hvers viðskiptavinurinn óskar.

Allar sendingar eru afgreiddar í samvinnu við Íslandspóst.

Sendingartími: 3-5 virkir dagar.

LÖG OG VARNARÞING

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Skuggi hár ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.